Námið
Upledger á Íslandi kennir nám í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, Barral Visceral Manipulation og Neural Manipulation og AIHE. Skyldufögin í skólanum eru fimm og hægt verður að klára þau á minnst tveimur árum.
Eftir hvert skyldunámskeið verða eftirfylgnidagar. Þar verður þekking á námsefninu dýpkuð undir leiðsögn kennara. Eftirfylgnin er einnig opin fyrir eldri nemendur sem lært hafa skyldufögin en vilja fá leiðsögn og upprifjun, undir handleiðslu kennara.
Skyldunámskeið
CST1
Kenndar eru þær aðferðir sem notaðar eru í grunnmeðferð, 10 þrepa aðferðin
Á CST1 námskeiðinu er kennt:
-
Líffærafræði höfuð- og spjaldhryggjarkerfissins er kennd, hvaða hlutverk mænuvökvinn hefur, heilahimnur og mænuslíður (Dura mater).
-
Útskýrt er hvernig höfuð-og spjaldhryggjarkerfið er hálflokað vökvakerfi.
-
Kennt er að skynja taktinn í mænuvökvanum, stöðva hann og lesa í viðbrögð líkamans.
-
Fjallað um bandvefskerfi líkamans og hvernig losað er um spennu í því.
-
Útskýrðar aðferðir til að losa um spennu í „þverhimnum“ líkamans (grindarbotn, þind, axlargrind, vefjum tengdum málbeini og hnakkagróf.)
-
Kenndar eru aðferðir til að losa um höfuðbeinin og spjaldbeinið, og nota þessi bein til að gefa okkur aðgang að heila- og mænuhimnum.
-
Einnig er orkumiðlunartækni kennd.
Mjög ítarleg vinnubók á íslensku fylgir námskeiðinu.
Undirbúningur fyrir þetta námskeið felst í lestri bókarinnar Your inner physician and you eftir Dr. John Upledger. Í henni útskýrir hann hvernig þetta meðferðarform kom til sögunnar og þróaðist í núverandi mynd. Einnig eru lesnir fyrstu sex kaflarnir í CranioSacral Therapy eftir John Upledger og Jon Vredevoogd.
Undanfari námskeiðsins er enginn.
SER1
Vefræn tilfinningalosun – SER1 (SomatoEmotional Release®).
Á þessu fyrra SER námskeiði er fjallað um tengsl orkumeina og tilfinninga sem bundnar eru í þeim.
-
Fjallað um tjáninguna og leiðir til að losa um málbeinið.
-
Kennd er samtalstækni og hvernig ímyndir eru notaðar í meðferðinni og hvernig þetta tengist því sem gerist í líkamanum á sama tíma.
-
Farið inn á tengsl tilfinninga við ákveðin líffæri, orkubrautirnar, orkustöðvarnar og orkulínur mannsins. (Vectors and Axis).
-
Kennt er hvernig takturinn í mænuvökvanum er notaður sem greiningaraðferð í SER vinnunni.
Undirbúningur fyrir þetta námskeið er fólginn í lestri bókanna SomatoEmotional release eftir Dr. John Upledger og Getting to Yes eftir Roger Fisher og William Ury. Einnig er mælt með því að þátttakendur hafi farið a.m.k. 25 sinnum í gegnum þá munnvinnu sem kennd er á CST2.
Undanfari námskeiðsins er CST2
ADV1
Þetta námskeið er fimm daga og er ólíkt hinum að því leiti að það er takmarkað við 10 þátttakendur. Þeim er skipt í tvo fimm manna hópa þar sem fjórir meðhöndla einn undir leiðsögn kennara. Markmið þessa námskeiðs er að gera þáttakendurna að betri meðferðaraðilum, að vinna og upplifa djúpa meðferðarvinnu undir handleiðslu þjálfaðs kennara.
Undanfari námskeiðsins er SER2 námskeiðið.
CST2
Meginatriðin sem farið er í á þessu námskeiði eru:
-
Skekkjur í kúpubotni, andliti og munnbein.
-
Greining á ástandi alls líkamans.
-
Fjallað‘ um meðhöndlun ungbarna.
-
Kynning á vefrænni tilfinningalosun (SomatoEmotional Release ®).
-
Hreyfingar fleygbeins, tengsl þess við andlitsbeinin og hvernig losað er um skekkjur á þessu svæði.
-
Kennt verður að staðsetja orkumein („energy cysts“).
-
Kenndar eru greiningar aðferðir sem samanlagt gefa mjög miklar upplýsingar um ástand líkamans.
Sem undirbúningur fyrir þetta námskeið, er lestur kafla 7-15 að báðum meðtöldum í bókinni CranioSacral Theraphy eftir John Upledger og Jon Vredevoogd. Einnig kafli 3 í CranioSacral Theraphy 2: Beyond the Dura, eftir Dr. John Upledger.
Mælt er með því að vera búinn að fara 75 sinnum í gegnum 10 þrepa meðferðina sem kennd er á CST1. Megintilgangur 10 þrepa meðferðarinnar er að þróa næmni sem greiningaraðferð en að sjálfsögðu er misjafnt hvað fólk er lengi að þróa hana.
Að loknu þessu námskeiði er hægt að verða meðlimur í Cranio Sacral félagi Íslands. Einnig er hægt að sækja um að taka próf í „CST Techniques„, þ.e. aðferðarfræðinni í höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðinni.
Undanfari námskeiðsins er CST 1 námskeiðið.
SER2
Á þessu seinna SER námskeiði er farið dýpra í í alla huglægu og tilfinninga vinnuna.
-
Farið er ítarlegra í notkun samtals og ímynda.
-
Kennt að nýta aðra meðferðarvinnu svo sem psycosynthesis, Gestalt og kenningar Jungs í SER vinnunni, með það að markmiði að tengja einstaklinginn betur við sitt eigið sjálf.
-
Fjallað um leiðir til að losa um það sem hindrar þroskaframvindu einstaklingsins.
-
Farið í gegnum æfingar sem tengja saman vitund og undirvitund.
-
Fjallað er um mikilvægi þess að klára líffræðileg ferli.
-
Lært að fínstilla samtal við hin ýmsu lög vitundarinnar.
-
Kennd er 10 þrepa aðferð í samtali og notkun ímynda.
-
Fjallað um aðferðir til að nota drauma.
-
Auka hæfni til að nota taktinn í mænuvökvanum sem greiningaraðferð.
Mælt er með lestri bókanna The Selfish Gene eftir Richard Dawkins, upprifjun lestri bókanna SomatoEmotional release eftir Dr. John Upledger og Getting to Yes eftir Roger Fisher og William Ury.
Undanfari námskeiðsins er SER1
Upledger á Íslandi.