top of page

Bókalisti 

Hér að neðan eru bækur sem notaðar eru í náminu hjá Upledger á Íslandi.  Allar bækurnar fást í vefverslun hjá okkur en sumar þarf að sérpanta ef þær eru ekki til á lager.

Bækur

YOUR INNER PHYSICIAN AND YOU

eftir Dr John E Upledger
(fyrir CST1 námskeiðið)

Í þessari bók fer John Upledger yfir sögu sína og því hvernig hann uppgvötvaði höfuðbeina og spjaldhryggjarkerfið og meðferðarformið sjálft. Mjög góð bók fyrir meðferðaraðila sem og þá sem vilja kynna sér sögu og tilurð höfubeina og spjaldhryggjarmeðferðarinnar. 223 bls.

CRANIOSACRAL THERAPY

eftir John E. Upledger, D.O., O.M.M og Vredevoogd
( fyrir CST1 og CST2 námskeiðin)

Með einföldum teikningum og áhrifaríkum nákvæmum texta útskýrir Upledger kenningar og aðferðir höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðarinnar. Spurningunum
„hvers vegna“ og „hvernig“ er svarað á einfaldan og fullnægjandi hátt. Frábær bók sem þú átt eftir að fletta upp í aftur og aftur til að fá svör við spurningum sem vakna er þú beitir höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðinni. 367 bls.

CRANIOSACRAL THERAPY II – BEYOND THE DURA

eftir Dr. Upledger
( fyrir CST2 námskeiðið)

Í þessari bók CranioSacral Therapy 2 þá fer Upledger dýpra í höfuðbeina og spjaldhryggjarfræðin en hann gerði í sinni fyrstu bók. á dýpri , CranioSacral Therapy. Hér fer hann dýpra í líffærafræði líkamans og kannar hvernig hægt er að meðhöndla mannslíkamann með höfuðbeina og spaldhryggjarkerfið sem leiðbeinananda. 259 bls.

GETTING TO YES

eftir Roger Fisher and William Ury

Bók sem fjallar um hvernig hægt er að semja án þess að gefa eftir. Einnig hefur þessi bók verið fáanleg á íslensku og ber nafnið „Að semja án þess að gefa eftir“ hefur verið ófáanleg í bókabúðum. 200 bls.

INNER BRIDGES

eftir Fritz Smith
(Mælt er með lestri þessarar bókar fyrir CST2 námskeiðið)

Höfundurinn Fritz Smith hefur námskeið sem bera nafnið Zero Balancing. Í þessari bók fjallar hann um hina einstöku tengingar á milli austrænna og vestrænna „trúarbragða“ varðandi heilsu og starfsemi mannslíkamanns.
Dr. Smith útskýrir hvernig meðferðaraðilar geta haft aðgang að orku í gegnum hendurnar, fundið fyrir tilvist orkunnar og séð hvernig meðferðarþeginn bregst við því þegar orkan byrjar að hreyfast í likama þeirra. 197 bls.

THE SELFISH GENE

eftir Richard Dawkins
( fyrir SER2 námskeiðið)

The world of the selfish gene is one of savage competition, ruthless exploitation and deceit. In this second edition of his book, author Richard Dawkins shows that the selfish gene is also the subtle gene. And he holds out the hope that our species alone has the power to rebel against the designs of the selfish gene. This book is a call to arms – it is both manual and manifesto – and it grips like a thriller. 352 bls.

SOMATOEMOTIONAL RELEASE AND BEYOND

eftir Dr. John E. Upledger
( fyrir SER1 og SER2 námskeiðin)

Í þriðju bók sinni um höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferðina þá fjallar Upledger um sögu sína og kynnir til sögunnar hugtök eins og sálvefræna tilfinningalosun, orkumein, notkun ímynda og samtalstækni. Einnig kynnir hann hugtökin öxla og vektora. Recommended reading for all practitioners of CranioSacral Therapy, Einnig fjallar um á nákvæman hátt um munnvinnu og hvernig á að vinna með spennu í tjáningarfarveginum. Skyldulesning fyrir meðferðaraðilann. 268 bls.

A BRAIN IS BORN

eftir John E. Upledger, D.O., O.M.M.
( fyrir Barnanámskeið 1 og 2)

Í þessari frábæru bók rekur John E. Upledger, D.O., O.M.M., ferilinn allt frá því að frjóvgun á sér stað og allt þangað til fæðing á sér stað. Upledger fjallar um hin ýmsu vandamál sem geta komið upp á þessum tíma. Í bókinni eru mjög einfaldar teikningar sem útskýra það sem Upledger er að fjalla um. Skyldulesning fyrir þá sem ætla sér eða hafa áhuga á að vinna með börn, frábær bók fyrir verðandi foreldra. 380 bls.

bottom of page