top of page

Acerca de

Upledgerskólinn

Um skólann

Sagan-Ísland

Námskeið frá Upledger Stofnuninni í Bandaríkjunum hafa verið kennd á Íslandi sl. 20 ár. Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og CST hefur alfarið sinnt þessari kennslu og rekið skólann.  Nú hafa breytingar orðið á fyrirkomulaginu og við rekstri skólans hafa tekið Ragnheiður Hafstein og Grímur Sigurðsson.  Erla mun áfram sjá um kennslu á námskeiðum eins og verið hefur.

Námið

Breytingar hafa verið gerðar á náminu. Skyldufögin fimm eru nú kennd eitt á hverri önn og tekur námið minnst tvö ár. Farið verður dýpra í námsefnið með eftirfylgni eftir hvert skyldunámskeið. Hluti af eftirfylgninni felst í að kenna meðhöndlun í vatni. Þau námskeið sem ekki eru kennd á íslensku eru túlkuð ef þörf er á. Boðið verður upp á sérnámskeið með erlendum kennurum frá The Upledger Institute, The Barral Institute og AIHP. Þessi námskeið verða auglýst sérstaklega og verða haldin þegar næg þátttaka fæst.

bottom of page