Um Hjálparhendur
Upledger Stofnunin býður uppá kennsluverkefnið Hjálparhendur.
Tilgangur verkefnisins er að kenna elstu börnum í leikskóla og yngstu börnum grunnskóla, viðeigandi og hjálplega snertingu, kallað Hjálparhendur.
Við að veita Hjálparhendur þá fá börnin sterkari tilfinningu fyrir að tilheyra og tengjast öðrum. Verkefnið örvar jákvætt og kærleiksríkt viðhorfs gagnvart félögum, og þar af leiðandi aukinni mælanlegri jákvæðri hegðun og minnkaðri andfélagslegri hegðun.
Dr.John E Upledger, stofnandi Upledger Stofnunarinnar, trúir að þetta verkefni muni auka samhyggð og minnka andfélagslega hegðun hjá krökkum á skólaaldri. Þegar samhyggð eykst, þá minnkar ofbeldi þar sem við getum ekki upplifað þessar tilfinningar á sama tíma, þ.a samhyggð og ofbeldi.
Hafir þú áhuga á að kynna þér verkefnið nánar eða að fá verkefnið í skólann þinn hafðu þá samband við okkur í síma: 863-0610 eða sendu tölvupóst á netfangið, erla@upledger.is
Verkefnið framkvæmt
Áætlaður kennslutími er um 75 mínútur.
Fulltrúi frá Upledger Stofnuninni kemur í skólann/leikskólann og fer yfir og leiðbeinir kennurum/leikskólakennurum í hverju Hjálparhendur felast og afhendir ítarefnið sem ætlað er til stuðnings kennslunnar.
Kennarnir/Leikskólakennararnir fylgir fræðslunni eftir í ákveðinn tíma (4-6vikur) með því að ræða við börnin um Hjálparhendur á hverjum degi.
Við mælum sterklega með því að verkefni sé notað fyrir þrjá yngstu bekkjardeildir grunnskóla sem og efstu deildir leikskóla. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að nota verkefni þetta í efri bekkjardeildum.
Námsefni
Efni það sem stuðst er við í verkefninu samanstendur af eftirtöldu:
Hjálparhendur – Vinsamleg snerting fyrir börn eftir Susan Cotta.
Þetta er skemmtileg og vönduð barnabók, sem gefur bæði börnum og fullorðnum að fá innsýn í verkefnið. Bókin kostar 1500 kr.
Veggspjald með þeim fjórum reglum sem börnunum er kennt að fara eftir.
Geisladiskur með tveimur Hjálparhandalögum sem leikarinn Karl Ágúst Úlfsson söng og útsetti.
Saga verkefnisins
Staðfestar tölfræðilegar staðreyndir síðustu 30 ára sýna fram á að:
• Á árunum 1979-1994 hækkaði tíðni glæpa og afbrota þar sem ungmenni áttu hlut að máli um 50 %.(National Center for Injury prevention and Control)
• Á árinu 1997 voru yfir 6000 nemendur teknir með skotvopn innanklæða við og á skólalóð.(U.S department of Education.)
• Síðan 1970 hefur tíðni sjálfsvíga unglinga aukist um 300%
• Á árinu 1994 einu saman þá létust fleiri börn og unglingar af völdum sjálfsvíga í Bandaríkjunum en af völdum krabbameins, hjartasjúkdómum, AIDS, fæðingaráföllum, hjartaáföllum, lungnabólgu og langvinnum lungnasjúkdómum samanlagt (American Psychological Association)
Trúandi því að þessari þróun væri hægt að snúa við, þá gerðu Upledger Stofnunin og Upledger góðgerðarsamtökin rannsókn til að kanna hvaða áhrif verkefnið hjálparhendur hefði á börn, sérstaklega til að meta hvort áhrif snertingar gæti leitt til lækkunar andfélaglegrar hegðunar og aukninnar samhyggðar meðal barna.
Niðurstaða þessarar rannsóknar var mjög áhrifarík og leiddi til þess að stærra verkefni var sett af stað New Glarus project fyrsta Hjálparhanda verkefnið í Bandaríkjunum.
Rannsóknin sem framkvæmd var í The New Glarus Elementary School í New Glarus í Bandaríkjunum, var stjórnað af sálfræðingi og viðurkenndum Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferðaraðila.
Aðferðin sem þeir kenndu börnunum var byggð á orkubeitingarkenningu Dr. Johns E Upledger, einstaklega létt snerting þar sem hendurnar eru notaðar til þess beina jákvæðri orku í gegnum stað á líkamanum, þar sem áverki/meiðsl eru.
Til þess að framkvæma þessa aðferð þá eru hendur meðferðaraðilans settar sitthvoru megin við svæðið þar sem sársauki er, síðan er ímynduð lína sem tengir hendurnar. Þessari handarstöðu er síðan haldið þar til finnanleg mýking verður í vefnum undir höndum meðferðaraðilans. Þessu fylgir oft meðferðarpúls og aukinn hitatilfinning á svæðinu þar sem höndunum er haldið, sem minnkar síðan þegar nálgast lokum meðferðarinnar.
Þar sem Hjálparhendur er gerð fyrir ung börn þá er hugtakið Hjálparhendur notað til þess að hjálpa þeim að nota létta, jákvæða og umhyggjusama snertingu. Börnin setja hendur sínar sitthvoru megin við meiddið og hugsa síðan góðar hugsanir um þann sem þau eru að hjálpa. Ef um er að ræða tilfinningalegan sársauka þá setur barnið sem er að hjálpa hendu sínar sitthvoru megin við hjartað eða brjóstkassa barnsins sem líður illa.
Niðurstöður úr New Glarus rannsókninni voru á þann veg að kennarnir tóku eftir að hegðun barnanna breyttist í þá átt að samhyggð og umburðarlyndi meðal nemandanna jókst um helming og að andfélagsleg hegðun minnkaði um helming miðað við hvernig það var við upphaf verkefnisins. Í viðtali sem tekið var við nokkra af kennurunm sem þátt tóku í verkefninum þá mæltu allir kennararnir eindregið með því.
Saga sem kom frá einu foreldranna var á þennan veg: Þegar ég kom heim í gærkveldi þá var ég með gríðarlegan höfuðverk. Sarah dóttir mín kom þá strax til mín og sagði ég get hjálpað þér mamma! Hún setti, stolt, hendur sínar á enni mitt og hnakka og hélt þeim þar. Og það virkaði!!!!
Með þessum litla atburði má sjá að með því að nota Hjálparhendur til að hjálpa móður sinni þá gaf það Sörhu gleði, sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu sem getur komið við að geta hjálpum öðrum.
En ef við ímyndum okkur útkomu sem þessa á stærra sviði. Ímyndið ykkur áhrif sem verkefnið Hjálparhendur getur haft á samfélag barna og unglinga þegar kærleikur og sjálfsöryggi kemur í stað reiði og pirrings. Hvaða áhrif hefði það á hegðun barna og tölfræðiniðurstöður varðandi ofbeldi meðal barna og unglinga??
Samtals 560 börn á efstu stigum leikskóla og fyrst bekkjum grunnskóla tóku þátt í þessu verkefni. Niðurstöður verkefnisins sýndu miklar breytingar í hegðun barnanna, andfélagsleg hegðun minnkaði og umhyggja og umburðarlyndi jókst til mikilla muna.