top of page
upledger_healing.jpg

CST1

CranioSacral Therapy 1

23 – 26 ágúst 2021.  Haldið í sal Yogasála á Selfossi.
Kennari: Erla Ólafsdóttir
*Engin nauðsynlegur undanfari 

Kenndar eru þær aðferðir sem notaðar eru í grunnmeðferð, 10 þrepa aðferðin

Á námskeiðinu er kennt:

  • Líffærafræði höfuð- og spjaldhryggjarkerfissins er kennd, hvaða hlutverk mænuvökvinn hefur, heilahimnur og mænuslíður (Dura mater).

  • Útskýrt er hvernig höfuð-og spjaldhryggjarkerfið er hálflokað vökvakerfi.

  • Kennt er að skynja taktinn í mænuvökvanum, stöðva hann og lesa í viðbrögð líkamans.

  • Fjallað um bandvefskerfi líkamans og hvernig losað er um spennu í því.

  • Útskýrðar aðferðir til að losa um spennu í „þverhimnum“ líkamans (grindarbotn, þind, axlargrind, vefjum tengdum málbeini og hnakkagróf.)

  • Kenndar eru aðferðir til að losa um höfuðbeinin og spjaldbeinið, og nota þessi bein til að gefa okkur aðgang að heila- og mænuhimnum.

  • Einnig er orkumiðlunartækni kennd.

Mjög ítarleg vinnubók á íslensku fylgir námskeiðinu.

Undirbúningur fyrir þetta námskeið felst í lestri bókarinnar Your inner physician and you eftir Dr. John Upledger. Í henni útskýrir hann hvernig þetta meðferðarform kom til sögunnar og þróaðist í núverandi mynd. Einnig eru lesnir fyrstu sex kaflarnir í CranioSacral Therapy eftir John Upledger og Jon Vredevoogd.

ADV 1: Schedule
bottom of page